Æstur aðdáandi Maroon 5: Réðst að Adam Levine á sviði

Stórhljómsveitin Maroon 5 hélt tónleika í Anaheim í Kaliforníu um páskana. Adam Levine, söngvari hljómsveitarinnar, var í miðju lagi þegar afar æstur kvenkyns aðdáandi stökk upp á sviðið til hans. Söngvarinn hélt ró sinni á meðan konan bókstaflega henti sér í fangið á honum – að vísu mátti heyra hann segja henni að róa sig. Hún var fjarlægð af sviðinu skömmu seinna og þá lét Adam flakka:

That was fucking weird, right?

Söngvarinn viðurkenndi í viðtali að loknum tónleikum að uppákoman hefði verið virkilega óþægileg – enda klóraði tryllti aðdáandinn hann til blóðs í öllum hamaganginum.

http://instagram.com/p/1Kb-Q9NcMN/

http://instagram.com/p/1KgjVRNcA9/

http://instagram.com/p/1KbcGeNcL7/

Sjá einnig: Adam Levine kemur óvænt í fjölda brúðkaupa

SHARE