Ætlar að kvænast hjákonu sinni

Ewan McGregor ætlar að ganga að eiga kærustu sína, Mary Elizabeth Winstead, og dætur hans, Clara og Esther, eru ekki sáttar við það plan hans. Ástæðan fyrir því að þær eru svona ósáttar er að Mary Elizabeth var hjákona Ewan þegar hann var enn giftur mömmu þeirra.

Samkvæmt upplýsingum frá Radar Online skrifað Clara við mynd af Mary Elizabeth að hún væri algjört hyski. Hún baðst reyndar afsökunar nokkru seinna í viðtali við U.K.´s The Times og viðurkenndi að þetta hefði verið barnalegt af henni en hún hafi verið reið og í uppnámi.

Ewan var giftur Eve Makrakis í 22 ár en hann sást kyssa Mary Elizabeth á bar í október 2017. Eve er samt sannfærð um að hann hafi verið farinn að halda við Mary Elizabeth löngu áður en hjónabandinu lauk.

Þær trúa bara ekki að pabbi þeirra sé það ónærgætinn að ætla sér að kvænast konu sem rústaði fjölskyldunni og þrábiðja hann að hætta að vera með henni,

segir heimildarmaður Radar um þær Clara og Esther.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here