Ætlar þú á nýársfagnað?

Lavabarinn í samstarfi við Sakebarinn og Veiðikofann halda nýársfögnuð ársins. Þema partýsins er Gatsby því er kjörið að skarta sínu fegursta.   Hægt að velja úr 3 möguleikum fyrir fagnaðinn – borða á Sakebarnum eða Veiðikofanum og síðan verður gleðinni haldið áfram á Lavabarnum fram á nótt.

Valmöguleiki 1:

Óvissuferð á Sakebarnum. Húsið opnar kl 20:00 og býður gestum upp á óvissuferð með Sushi & Sticks. Vín verður í boði hússins. Sakebarinn hefur markað sinn sess í matarmenningu Íslendinga þegar að kemur sushi. Sakebarinn er á tveimur hæðum og býður einnig upp á sticks fyrir þá sem ekki borða hráan fisk en vilja vera með í hópnum.

Valmöguleiki 2:

Óvissuferð Veiðikofans með mat úr villtri náttúru Íslands. Húsið opnar kl 20:00 og verður vín einnig í boði hússins með óvissuferðinni. Veiðikofinn er staðsettur við hlið Lavabarsins.

Valmöguleiki 3:

Gatsby Nýársfögnuður Lavabarsins. Húsið opnar kl 22:00 og verður vín í boði hússins alla nóttina fyrir handhafa miða. Eins og Gatsby er einum lagið, þá verður þetta stórglæsileg veisla með frábærri tónlist matreidd af DJ dúettinum Wonkers frá Berlín. Sett verður upp tjald fyrir framan húsið fyrir fatahengi og móttöku.

Við viljum bjóða 2 heppnum vinum Hún.is í partýið á Lavabarnum og það eina sem þú þarft að gera er að setja í athugasemd hér fyrir neðan. „Lavabarinn já takk“ og tagga þann vin þinn sem þú myndir taka með þér í partýið. Við drögum svo út tvo heppna aðila út á morgun, Gamlársdag. Fylgstu með

SHARE