Ætlum að gefa bókina Lokkar – Greiðslur fyrir hárprúðar stúlkur

Ævintýraleg og skemmtileg hárgreiðslubók þar sem sýndar eru yfir 60 ólíkar útfærslur af greiðslum fyrir hárprúðar stelpur.Screen Shot 2013-11-20 at 13.13.13

Bókina prýða einstaklega fallegar og líflegar ljósmyndir teknar af Sögu Sig og er hver greiðsla útskýrð á einfaldan og aðgengilegan hátt í máli og myndum.

Screen Shot 2013-11-20 at 13.13.19

Theodóra Mjöll, höfundur metsölubókarinnar Hársins, kennir lesendum margskonar útfærslur á fléttum í bland við kaðla, snúða, kúlur, hnúta og margt fleira. Byrjendur jafnt sem lengra komnir munu finna eitthvað við sitt hæfi og litlar lokkaprúðar stelpur verða ekki í vandræðum með að finna sínar uppáhaldsgreiðslur.

Screen Shot 2013-11-19 at 14.40.55

Langar þig að eignast eintak af þessari bók? Splæstu þá í „like“ hér fyrir neðan og skrifaðu „já takk“ og þá kemstu í pottinn. Drögum út á mánudagsmorgun! Mjög mikilvægt er að skrifa já-takk fyrir neðan í greininni því við getum ekki séð frá hverjum like-in eru, bara fjölda like-anna 🙂

Screen Shot 2013-11-20 at 13.13.05

Lokkar á Facebook

SHARE