„Af hverju ertu að taka Concerta?“

Við rákumst á frásögn þessarar konu á samfélagsmiðlum. Hún er 38 ára gömul móðir sem byrjaði að taka Concerta aftur eftir nokkurra ára pásu. Hún vill ekki láta nafns síns getið en gaf okkur leyfi til að birta frásögn hennar.

Sjá einnig: Barnaníðingurinn í næsta húsi – Heimildarmynd

Gefum henni orðið:

„Ég á ekki til orð. Ég hitti lækni á Læknavaktinni áðan sem þjáðist greinilega af einhverjum fordómum/fáfræði og talaði þvílíkt niður til mín. Ég fattaði þetta ekki almennilega fyrr en ég var farin. 


Ég semsagt byrjaði aftur á Concerta í sumar eftir nokkurra ára hlé og gekk vel til að byrja með en svo þegar leið á fannst mér þau ekki vera gera mikið fyrir mig og ég fann líka svo mikið fyrir lyfjunum. Ég hringdi í geðlækninn minn og bað hann um að minnka skammtinn, það hjálpaði ekki, heldur hefur bara aukist spennuverkur fyrir brjósti svo ég fór að hugsa hvort lyfin væru að auka kvíða sem er þveröfugt við það sem lyfin gerðu fyrir mig áður.


Ég ákvað að sleppa lyfjunum í dag en fann samt fyrir þessu og varð svo andstutt og móð bara við að tala. Ég ákvað þá að fara til læknis til þess að fullvissa mig um að það væri ekki eitthvað annað í gangi. Ég útskýri s.s. allt þetta fyrir lækninum.

Hann horfir á mig og spyr „af hverju ertu að taka Concerta?“.
Ég: „Uhh af því að ég er með adhd og var að byrja aftur í skóla.“
Svo spyr hann: „af hverju byrjaðir þú í júní?“
Ég: „Til þess vera búin að finna út rétta skammtastærð og fá fulla virkni.“ Hann: Af því að þetta er bara fyrir athyglina ef ég skil þetta rétt.

Hann skoðar mig svo og allt eðlilegt nema hjartað tekur stundum aukaslög, líklegast er þetta aukaverkun af lyfjunum. Hann ráðleggur mér að hætta á lyfjunum og heyra í geðlækninum og bætir svo við: „Skólinn er hvort sem er bara nýbyrjaður.“

Sorry langlokuna, mér fannst bara öll sagan þurfa að fylgja með.“

Ef þið hafið upplifað eitthvað svipað og viljið deila reynslu ykkar með okkur og lesendum er velkomið að senda póst á hun@hun.is.

SHARE