Af hverju fór Coco í brjóstastækkun? – Myndir

Glamúrfyrirsætan Coco Austin er þekkt fyrir íturvaxinn líkama sinn og glæsilegan afturenda. Coco fer ekki framhjá neinum en hún þykir geisla af sjálfstrausti þar sem hún klæðir sig yfirleitt í föt sem ýta undir kvenlegan vöxt hennar.

Coco viðurkennir þó að hún upplifi óöryggi með líkama sinn líkt og margir gera. Í nýlegu viðtali við tímaritið NW Magazine talar Coco um ástæðuna fyrir því að henni fannst hún þurfa stærri brjóst á sínum tíma.

„The reason I got my boobs done is because I wanted to take the attention away from my hip area, because I felt like I had big hips.“

Coco sem er gift leikaranum og rapparanum Ice-T lét stækka á sér brjóstin þegar hún var einungis 18 ára en þrátt fyrir mörg slúðurtímarit haldi því fram að hún hafi einnig látið setja sílikon í afturendann á sér þá neitar Coco alfarið fyrir það. Til að stöðva þær röngu sögusagnir þá lét Coco ómskoða á sér bossann í sjónvarpsþætti til að sanna að afturendinn væru hundrað prósent hennar.

Coco hefur ákaflega fallegan líkamsvöxt en ekki þótti alltaf fínt að vera með lögulegan rass.

„Back then, if you had a butt that meant you were fat, and I didn´t want to be considered fat.“

Í dag segist hin 35 ára Coco vera ánægð með líkamann sinn eins og hann er. Coco leyfði ljósmyndara Daily Mail að fylgja sér eftir í ræktinni einn daginn en hún mætir nánast alla daga í ræktina.

 

SHARE