Af hverju leikir milli fólks? – Ástin

Hvað er svona erfitt við það að koma hreint fram og segja nákvæmlega eins og okkur líður.
Ekki miskilja mig, ég er ekki að tala um það að vera með tilfinningaflóð og tár eftir fyrsta stefnumót en fólk er í alvörunni með þetta ennþá í huga „ég ætla ekki að láta í mér heyra að fyrrabragði‘‘.
Ég hafði trú á að þetta myndi eldast af fólki, en neibb.
Þetta á við um bæði kyn, karlmenn eiga ekki aðeins að sýna áhuga og ganga á eftir, það þarf tvo til.

Það tekur svo gjarnan langan tíma fyrir fólk sem er áhugasamt um hvort annað að hittast og í raun og veru tala báðir aðilar í kringum hlutina og hafa einfaldlega ekki þor í að taka á skarið en vona að hinn aðilinn geri það, oft endar fólk með að hittast á djamminu eins glatað og það er.
Mun auðveldara að hringja í glasi og biðja manneskjuna um að koma á ákveðinn skemmtistað það segir sig sjálft en hversu spennandi?
Parið hefur hist í fyrsta skipti og líst vel á hvort annað en í raun og veru veit það ekki almennilega af því vegna þess að hvorugur aðilinn getur gerst svo djarfur að segja t.d „mér finnst þú frábær og ég væri mjög til í að kynnast þér betur‘‘ og stinga þá upp á stað og stund.
Heldur hafa báðir aðilar jafnvel í huga að hinn heyri í sér af fyrrabragði, nú ef það er svoleiðis þá er nokkuð augljóst að ekkert verður úr hlutunum.
Ef þú fórst á stefnumót eða einhverskonar hitting og þér leyst vel á manneskjuna er þá í alvöru eitthvað að því að bjalla í hana um kvöldið eða daginn eftir til þess að spjalla?
Það er nokkuð sem ég hef tekið eftir en afsakanir að fólk sé upptekið, ég hlæ af slíkum afsökunum. Það er alveg bókað mál að það er ENGINN svo upptekinn að geta ekki sent skilaboð eða hringt stutt í manneskju sem þú vilt heyra í.
Manneskjan gæti mögulega verið að spila leikinn en ekki finnst mér það mikill herramannskapur jú eða af dömu að segja.
Leikir eru OFF.

Sumt fólk kýs að stunda kynlíf án þess að nokkuð verði úr því, stundum endar annar aðilinn sár en stundum gengur upp að eiga sér rekkjunaut án flækju í tilfinningalífinu.
Er ekki betra að segja við hina manneskjuna „þú ert ekki mín týpa en ég væri alveg til í að stunda kynlíf með þér af og til og eiga góð kvöld saman‘‘.
Það þarf ekki að vera illa meint en flest höfum við ákveðna mynd af framtíðar makanum en það þýðir ekki að við lifum endilega skírlífi þangað til hann finnst. Það er mikið af aðlaðandi manneskjum sem gæti mögulega gert vel við okkur í rúminu þrátt fyrir að okkur langi ekkert til þess að kynna manneskjuna fyrir mömmu.

Segðu þessum aðila það og komdu hreint og beint fram, það vill enginn láta draga sig á asnaeyrunum enda gott máltæki sem segir ,,sannleikurinn er sagna bestur‘‘ og mikið til í því.
Það tekið þó tekið nokkur stefnumót til þess að átta okkur á því hvort í raun og veru við löðumst almennilega að manneskjunni, það er ekkert að því en á meðan því stendur, enn og aftur komdu hreint fram.
Við erum ekkert meira grand á því að svara hinni manneskjunni ekki, láta hana bíða eftir okkur eða sýna áhugaleysi bara til þess eins að sjá hvernig hin manneskjan bregst við og hvort að hún sýni ekki meiri áhuga.
Þróunin á netinu og hugbúnaði er frábær en við erum eflaust sammála um að samskipti geta ekki einungis átt sér stað þar, það verður leiðinlegt til lengdar því þarf annar aðilinn með þor að stinga upp á því að hittast fyrir utan Facebook eða aðrar spjallrásir.

Íslendingar eru alltof hræddir og þá meina ég allflestir um hvað öðrum finnst um sig og hvað þeir gera, það er mjög sorglegt því hamingja okkar byggist svo sannarlega ekki áliti annarra á okkur.
Það er heillandi að taka af skarið en ef þú færð höfnun, hvað með það?
Herðum okkur upp!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here