Af hverju ljúga karlmenn um óþarfa hluti? – Nokkrar ástæður fyrir lygum karla

Þeir sem eru eða hafa verið í alvarlegu sambandi vita það að traust er einn af mikilvægustu hlutunum í sambandinu og traust þarf að vera til staðar svo að sambandið gangi yfir höfuð. Það þarf að byggja upp traust og það getur tekið tíma en að sama skapi getur það tekið hálfa mínútu að missa traustið ef þú stendur maka þinn að því að ljúga að þér. Oft ljúga þeir einhverju sem þér finnst alveg ótrúlega lítilfjörlegt og skipta engu máli.

Hér eru nokkrar ástæður fyrir því af hverju karlmenn ljúga að konum sínum:

1. Sumir menn líta á það sem sjálfsagðan hlut að ljúga.

Sumir menn sjá bara ekkert athugavert við það að ljúga og gera mikið af því og gera það vel. Þessir sömu menn sjá að sjálfsögðu ekki hversu stór partur það er, af ástarsambandi við konu, að hún treysti honum. Þeir munu halda áfram að ljúga því þeir sjá ekki neitt að því og það hefur í gegnum tíðina hjálpað þeim að fá það sem þeir vilja og telja sig þurfa.

2. Þeim finnst smáatriðin ekki skipta máli

Sumum finnst gaman að segja smá ósatt, bara til gamans. Þeim finnst smáatriðin skipta litlu sem engu máli og halda að allir aðrir séu á sama máli. Þeir upplifa frelsi við það að segja og gera það sem þeir vilja, þegar þeir vilja.

3. Þeir ljúga því þeir halda að konan þeirra muni ekki skilja

Þetta er áreiðanlega stærsta ástæðan fyrir því að karlmenn ljúga. Þeir eru hræddir um að ef þeir segi konu sinni satt muni hún draga ályktanir eingöngu frá sínu sjónarhorni og virða að vettugi hans hlið málsins. Í stað þess að horfast bara í augu við aðstæðurnar, segja þeir „litlar hvítar lygar“ til þess að forðast það að setja af stað keðjuverkun sem mun valda konunni uppnámi. Engu að síður verður þessi ástæða oft að þægilegri afsökun fyrir karlmenn til að réttlæta sína eigin óheiðarlegu og neikvæðu hegðun.

4. Þeir halda að konan þoli ekki sannleikann

Þeir ljúga því þeir halda að konan þoli það ekki að heyra sannleikann og hún komist í uppnám. Ef þau eru í sambúð þá er hann viss um að lífið heima við verði alveg ömurlegt. Ef vandamál eru til staðar fyrir, þá vill hann ekki rugga bátnum meira.

5. Ef þeir ljúga heldur lífið bara áfram sinn vanagang

Þeir ljúga til að forðast árekstra og halda að þeir séu að breyta rétt. Þeir halda að kannski muni viðhorf konunnar breytast með tímanum og henni finnist þetta kannski ekki jafn mikið mál með tímanum. Lygin er hinsvegar sjálfelska og þeir nota hana til þess að vernda sjálfan sig og þeir hugsa ekki um hinn aðilann í sambandinum.

6. Sannleikurinn er ekki eitthvað sem konan býst við

Þeir eru að reyna að ganga í augun á konunni og gera það á kostnað sannleikans. Þeir ýkja, afbaka og sleppa út allskonar atriðum því þeir halda að sannleikurinn sé ekki nógu góður og konunni ekki bjóðandi og þá „skreyta“ þeir söguna sér í hag og þeir líta áfram vel út.

 

 

Heimildir: Womanarticles.com

SHARE