Af hverju síga brjóstin á þér? Má tefja þau á leið sinni að nærbuxunum?

Flestar viljum við nú halda brjóstunum á sínum stað sem lengst, er það ekki? Það er ekki bara þyngdaraflið sem dregur þau nær nærbuxunum, ó nei – lífstíll okkar spilar einnig stórt hlutverk.

1. Þú notar brjóstahaldara í vitlausri stærð. Sumar rannsóknir sýna, að ef brjóstahaldarinn veitir þér ekki nægilegan stuðning, þá fari brjóstin að síga með tímanum. Enn aðrar rannsóknir, eins og þessi hér, halda allt öðru fram og segja brjóstahaldara valda því að brjóst kvenna sigi og verði slöpp. Vandasamt val sem hér um ræðir. Henda brjóstahaldaranum eða halda?

2. Þú drekkur ekki nóg vatn. Vatnsskortur fer ekki fer ekki einungis illa með húðina í andlitinu heldur allsstaðar á líkamanum. Vatnsskortur er ein ástæða þess að húðin verður þurr og hrukkótt.

3. Þú liggur berbrjósta í sólbaði. Góð sólarvörn er ákfalega mikilvæg ef þú lætur bíkínið fjúka þegar þú leggst í sólbað. Nú eða ef þú stundar ljósabekkina af kappi (sem enginn ætti auðvitað að gera). Þó húðin brenni ekki þá hafa geislar sólarinnar skaðleg áhrif á húðina, til dæmis með því að þynna hana og auka hrukkumyndun.

4. Þú reykir. Bæði beinar og óbeinar reykingar hafa skaðleg áhrif á húðina. Nikótín dregur saman æðarnar og minnkar súrefnisflæði og flutning á næringarefnum um þær, þetta á einnig við um háræðar í húðinni. Með langvarandi súrefnis- og næringarskorti verður húðin gul- eða gráleit og hrukkumyndun eykst til muna.

5. Þú fitnar og grennist á víxl. Ef þú stundar svokallaðar ,,jójó- megranir” þá ferðu afar illa með húðina. Með því að þyngjast og léttast á víxl tapar húðin teygjanleika sínum og verður slöpp. 

Heimildir: Good Housekeeping & heilsa.is

Tengdar greinar:

Svona á að opna brjóstahaldara með einu handtaki!

Þriggja brjósta konan gefur út BDSM myndband

Eru brjóstin á þér eðlileg?

SHARE