Áfengi og kynlíf veitir fólki meiri ánægju en barneignir

Á því er enginn vafi að það er yndislegt að eignast börn. En við nánari athugun kemur í ljós að ýmislegt annað (og ef til vill ekki jafn heilsusamlegt) veitir fólki ánægju. Þá er helst verið að meina kynlíf og vín.  

 

Kynlíf og vín fyrir alla muni!

Carsten Grimm sem er í framhaldsnámi í sálfræði við háskólann í Canterbury á Nýja Sjálandi gerði rannsókn á ánægjuvaka fólks. Í rannsókninni kom í ljós að fólk setti kynlíf í efsta sæti yfir ánægjuvaka sína  og næst kom það að drekka vín eða „skemmta sér“.  Barneignir voru #5 í röðinni. Leiðinlegt, krakkar mínir! 

 

Hvernig kom könnunin út?

Rannsakendurnir  í Canterbury notuðu óvanalega aðferð til að safna upplýsingunum. Þeir sendu og fengu SMS skilaboð. Grimm bað þátttakendur að raða atriðum ( allt frá því að hugsa um börnin upp í það að spila tölvuleiki)  og áttu þeir að hafa þrennt í huga þegar raðað var: 1) er það ánægjulegt? 2) tóku þeir heilshugar þátt í því? 3) færði það þeim hamingju? Það var mönnum hálfgert áfall að í öllum flokkum var kynlífið efst á blaði. Og hafðið þið það. 

 

Hvað segir þetta okkur?

Það ætti ekki að vera áfall að kynlífið var efst á blaði í könnun á því hvað gefur fólki hamingju. Kynlíf er þegar allt kemur til alls ánægjuleg athöfn. Við skiljum líka þetta með vínið. Þó að maður þurfi alls ekki vín til að geta verið ánægður – og það er aldrei of mikið af ánægjunni- hefur fólk ánægju af góðum kokteil (og bjór og vínglasi). Vín liðkar fyrir samskiptunum og ef það er notað í hófi slær það á streituna og fólk skemmtir sér bara en er ekki að hugsa um erindið sem það á að flytja í næstu viku.      

 

Hvað komst annað á listann?

Þegar verið er að tala um ánægju og hamingju er ýmislegt  þess virði að gefa því gaum fyrir utan að stunda kynlíf eða drekka vel blandaðan kokteil. Við vitum að barnauppeldið með öllu sem það felur í sér lenti # 5 af 10 atriðum á listanum. En hvað annað var á listanum?  Sjálfboðastarf og umönnunarstörf lentu í þriðja sæti og ýmislegt varðandi trúariðkun var í fjórða sæti. Að hlusta á tónlist og horfa á myndir var # 6 og að hitta kunningjana # 7.   

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here