Afhverju þú ættir ekki að deita ljósmyndara – 25 ástæður.

1. Þeir  vilja frekar halda á stóru myndavélinni sinni, en halda í hendina á þér.

2. Á rómantísku deiti munt þú horfa á sólsetrið og hugsa “vá hvað þetta er fallegt” en þeir hugsa “þrífót & mydavél!”

3. Þú getur aldrei notið þess að skoða tískublöðin þín ef þeir eru nálægt því þeir benda þér á alla gallana á myndunum

4. Ef þið eruð úti að labba saman og lýsingin er falleg ert þú notuð/notaður sem módel & þarft að pósa, sitja eða standa svo ljósmyndarinn geti tekið mynd.

5. Þú getur aldrei notið nýeldaðar máltíðar vegna þess að þeir taka 15 mínútur í að taka allskyns myndir af matnum með iphone-inum sínum!

6. Þeir verða reiðir þegar vinir þinir spyrja þá “ég hef áhuga á ljósmyndun, getur þú mælt með góðri myndavél fyrir mig? ekkert professional mig langar bara að taka flottar myndir”

7. Þú þarft að bíða lengur eftir því að þeir klári að pæla í listinni á safninu heldur en þegar þú ert að bíða að fá borgað fyrir verktakavinnu

8. Sama gildir um gamlar bókabúðir.

9. Þeir eyða miklum tíma með fólki sem er svalara en þú, módel, frægt fólk ofl.

10. Ef þú spyrð þá hvort þú sért feit segja þeir “engar áhyggjur ég get fótósjoppað það”

11. Myndin sem þeir tóku af þér í gær? gangi þér vel að fá hana senda

12. Þeir eyða öllum sínum tíma fyrir framan tölvu (og ekki til að horfa á klám)

13. Þú getur ekki látið taka bara eina mynd af ykkur, verða að vera AMK 5 í viðbót

14.  Þeir myndu frekar eyða 100 þúsund í nýja linsu heldur en veski eða skó fyrir þig

15. Þeir njóta þess að horfa á skrýtna hluti

16. Í staðinn fyrir að öfunda typpastærð, öfunda þeir myndavélabúnað ..

17. Þeir pirra sig á því hvernig þú leggur basic hluti eins og kaffibolla frá þér.

18. Þeir svara ekki símtölum eða sms-um frá þér en þú getur séð að þeir er að pósta myndum á instagram.

19. Þeim finnst myndir sem einhver annar en þeir taka oftast drasl..

20. Þeir hata regnboga

21. Þeir vilja alltaf  sýna þér nýju myndirnar sem þeir voru að taka en er nokk sama hvað þér finnst um þær.

22. Þeir þola ekki bjarta, sólríka daga en skýjaðir dagar eru frábærir.

23. Þið getið aldrei farið neitt án þess að hann stoppi til að taka myndir af öllu.

24. Það getur aldrei neitt bara einfaldlega verið fallegt eins og það er, það þarf alltaf að laga það í photoshop

25. Ef þú eyðileggur óvart eitthvað af tækjunum þeirra verður þú líklega gjaldþrota að reyna að borga þeim það til baka.

– Fengið frá Melly

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here