Aflitaðar augnabrúnir og „Plum Eyes” nýjasta förðunartrendið

Kim Kardashian kann að vera trendsetter, eins og HÚN greindi frá í gær, en sannleikurinn er engu að síður sá að ljósar augnabrúnir eru í tísku. Allt frá náttúrulega lituðum augnabrúnum og til aflitaðra augnabrúna – liðnir eru tímar þéttu og þungu augnabrúnanna og inn flögra ljósir litir og það í öllum mögulegum og ómögulegum tónum. Tískuspegúlantar og hátískufyrirsætur eru kolfallnar fyrir ljósum og leikandi léttum, náttúrulegum litum. Skiptir þá litlu hver háraliturinn er, en ljósar augabrúnir og plómuaugnskuggar koma inn sem sterk samsetning í vetur.

Þannig mátti ljóslega greina trendið á nýyfirstöðnum tískuvikum í París, London, New York og Milano, en tískan í augnförðun er létt, leikandi og náttúrulegri en verið hefur. Instagram að venju er alfræðiorðabók alþjóðlegra tískustrauma og þar má sjá ólíkar myndbirtingar trendsins:

 

#bleachedbrows

 

 

 

SHARE