Aflýsir tónleikum vegna mikils kvíða

Zayn Malik, fyrrum meðlimur hljómsveitarinnar One Direction hefur aflýst tónleikum sem hann ætlaði að halda, í Dubai, þann 7. október næstkomandi.

Sjá einnig: Zayn Malik illa haldinn af kvíða

Hann sendi frá sér fréttatilkynningu þar sem sagði: „Ég hef unnið að því seinustu mánuði að vinna bug á miklum kvíða sem ég þjáist af fyrir svona stóra tónleika. Ég hef náð dágóðum bata en ég hef ekki náð mér nógu vel til að koma fram á tónleikunum í Dubai í október. Mér er sagt að allir miðar verða endurgreiddir. Mér þykir mjög leitt að bregðast ykkur og vonast til að sjá ykkur öll mjög fljótlega. Ég vil líka þakka öllum aðdáendum mínum um allan heim fyrir stuðninginn. Með ást og virðingu alla tíð, Zayn,“

 

SHARE