Afmælisbarn dagsins!

Í dag er góður dagur fyrir okkur á Hún.is. Í dag fögnum við bæði góðum heimsóknartölum og afmæli Kristrúnar Aspar sem er 23 ára í dag. Við óskum Kristrúnu til hamingju með daginn og vonum að dagurinn verði góður.

Kristrún er tvíburi og því er tilvalið að setja inn smá tvíburaspeki.

Fjölbreytni
Tvíburinn þarf fjölbreytni til að viðhalda lífsorku sinni. Honum líður best þegar mikið er um að vera og þess er krafist að hann sinni mörgum verkefnum á sama tíma. Honum leiðist vanabinding og hann verður þreyttur ef hann þarf að fást of lengi við sama verkið. Fjölbreytni og hreyfing eru honum nauðsynleg til að viðhalda orku. Hann þarf að skipta reglulega um umhverfi, enda er ein uppáhaldssetning hans: “Ég þarf aðeins að skreppa.”

Pælingar
Tvíburinn er loftsmerki og þarf pælingar og vitsmunalega umræðu til að endurnæra orku sína. Tvíburanum fellur því vel að vinna störf sem krefjast hugarbeitingar og fjalla um margvísleg málefni. Hann er fljótur að setja sig inn í ný mál. Lykilorð fyrir Tvíbura eru tjáskipti og upplýsingamiðlun, enda margir kennarar, blaða- og fréttamenn fæddir í þessu merkinu.

Frelsisást
Annað einkenni á Tvíbura er frelsisást. Honum er illa við bönd, sérstaklega þau sem hindra hreyfanleika hans. Því er það svo að þótt Tvíburinn sé að öllu jöfnu vingjarnlegur og glaðlegur, þá hleypir hann fólki ekki of nálægt sér.

Tvískipting
Eins og nafnið Tvíburi gefur til kynna virðist oft sem Tvíburinn geymi tvo persónuleika innra með sér. Þetta birtist í fjölhæfni hans og þörf fyrir fjölbreytni, en einnig í óútreiknanlegu eðli eða því að hann getur sýnt tvö andlit, eftir umhverfi og aðstæðum.

Fyrir hönd Hún.is óskum við Kristrúnu til hamingju með daginn og öllum öðrum afmælisbörnum dagsins!

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here