Afmælisveisla Justin Bieber stöðvuð vegna maríjúanareykinga

Samkvæmt fréttasíðunni Mirror endaði afmæliskvöldið, 1. mars,  hjá Justin Bieber illa þegar hann var beðinn um að yfirgefa næturklúbbinn sem hann var að skemmta sér á. Ástæðan var að starfsfólk staðarins fann maríjúanalykt frá hópnum sem Justin var með og þau höfðu bara verið inni á staðnum í um það bil 5 mínútur. Samk

Justin fór heim á hótelið sitt og tvítaði um það að hann hefði átt versta afmælisdag í heimi.

Hann fór út að borða með nýju kærustunni, Ella-Paige Roberts Clark,  fyrir allt þetta, en hún var rosalega flott í svörtum kjól og rauðum leðurjakka. Ella Paige Roberts-1740214Eftir kvöldmatinn fór hann á hótelið og skipti um föt og þau stefndu á Cirque du Soir þar sem partýið átti að vera en það endaði með fyrrgreindum afleiðingum.

Í yfirlýsingu frá eigendum staðarins sagði þetta: „Justin Bieber fagnaði afmæli sínu hér ásamt bresku söngkonunni og fyrirsætunni Ella-Paige Roberts Clarke en þegar þau komu hingað þá fylgdi þeim mikil og þung maríjúanalykt. Þegar talað var við þau um þetta þá yfirgáfu þau staðinn.“

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here