Ítarlegt viðtal er við leikkonuna Ágústu Evu Erlendsdóttur í Nýju Lífi en hún er á forsíðu blaðsins. Í blaðinu segir hún frá vinkonu sinni og systur sinni, Sunnu sem lést af völdum fíknar.

Ágústa Eva sem sjálf er alkóhólisti og hún segist hafa sannfærst um það af rælni að hún væri alkóhólisti þegar hún gekk inn á AA fund. Hún segir frá vanlíðan sinni og frá öllu fólkinu sem tók á móti henni.  Hún segir að þetta sé alls ekki gallalaust batterí en hún var í 5 ár í samtökunum og nokkra sporahringi. „Þetta varð ein hringavitleysa, aftur og aftur sama liðið, á misjöfnum stað með misjafnt siðferði. Ég þreyttist og fannst ég ekki komast á neitt hærra plan. Það eru sannarlega margir sem fá hjálp á þessum stað en fáir heilbrigðir einstaklingar sem hafa þolinmæði fyrir þetta í áraraðir. AA-samtökin eru því tvíeggja sverð. Þau eru jafnhættuleg og þau geta verið góð og það er gloppa í heilbrigðiskerfinu,“

Hún segir samtökin vera pytt fyrir allskonar fólk sem á það sameiginlegt að líða illa og fólk sem sækist í að ráðskast með líf annarra af þeim eigingjörnu ástæðum að lækna sjálft sig.

„Ég trúi því ekki að alkóhólismi sé sjúkdómur. Fólk getur verið með allskyns geðveilur og ástæður fyrir því að misnota áfengi. Samtökin geta ekki læknað geðsjúkdóma né siðblindu en þar er engu að síður unnið eins og allir séu með sama sjúkdóminn,“ segir Ágústa Eva en viðtalið í heild má sjá í Nýju lífi.

Myndir Rafael Pinho
Myndir Rafael Pinho
SHARE