Áhrif veðurfarsbreytinga á húðina.

Nú þegar veðrið sveiflast hjá okkur um nokkrar gráður á milli daga, getur húðin komist í mikið ójafnvægi. Oft verður fólk vart við að mikil erting verður ásamt rakaþurrki. En hvað á að gera til að koma jafnvægi á húðina þegar maður lendir í svona krísu?

Heima er mjög mikilvægt að hreinsa húðina kvölds og morgna og nota gott rakakrem á eftir. Tvisvar í viku er gott að nota djúphreinsi (kornaskrúbb) en passa að hafa hann með mildum kornum eða jafnvel enn betra að nota djúphreinsi með ensímum sem leysa dauðu húðina frá án þess að rispa húðina. Þetta er mjög ákjósanlegur kostur þegar erting er til staðar til að espa húðina ekki frekar upp.

Svo eru það maskar. Maskar, maskar, maskar. Maskar eru öflugasta meðferðin sem hægt er að gera heima og þá helst tvisvar í viku á eftir djúphreinsun. Það sem mér finnst nauðsynlegt er til séu að minnsta kosti tvenns konar maskar á hverju heimili og það eru rakamaskar og hreinsimaskar. Í húðumhirðu er um að gera að passa sig að festast ekki í að nota alltaf það sama og eins að nota það sem hentar hverju húðsvæði. Til dæmis er mjög algengt að ég ráðleggi fólki að nota hreinsimaska á T-svæðið og svo rakamaska í kinnar og á hálsinn. Þetta finnst mér vera sniðugt að gera einu sinni í viku og svo rakamaska, eða annan góðan maska, einu sinni í viku. Endilega hlusta á húðina og meta hvað þarf í hvert sinn.

Á snyrtistofum er hægt að fá ráðleggingar varðandi krem og aðrar vörur frá faglærðum snyrtifræðingum. Hafa ber í huga að þegar farið er í snyrtivöruverslanir eru ekki alltaf starfsfólkið með menntun og/eða skilnig á húðinni og hvernig hún virkar. Þá er spurningin, hversu hæfur er þessi einstaklingur sem er að velja fyrir þig snyrtivörurnar? Er þá ekki betra að fara, jafnvel splæsa á sig andlitsmeðferð því þá er hægt að meta ástand húðar enn betur, á snyrtistofuna og fá nákvæmlega það sem hentar þér?

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here