„Aldrei hefur mér fundist eitthvað ómögulegt bara því ég er kona”

Fátt er bannað á Instagram (nema geirvörtur, þær eru ægilega umdeildar) en það eru ekki bara skemmtilegar myndir sem Instagram hýsir, heldur fjöldinn allur af spakmælum, viskukornum og gott ef ekki upprennandi rithöfundum í ofanálag.

Instagram er gósenland þekkingar. Visku. Leyndarmála. Uppljómunar. Og fallegra orða.

Notandinn @misssaywhatsreal sem réttilega ber nafnið Melissa Molomo er ein af þessum stúlkum. Sem þora. Geta. Og taka stökkið út í óvissuna. Demba sér út í djúpu laugina, kasta sér yfir lyklaborðið – smella í eina bók og markaðssetja á netinu.

Svo þú hélst að heimsfrægum væri einungis gert kleift að vekja athygli netverja? Fara hamförum á netinu? Ná undraverðum árangri? Rangt. Hver sem er, getur markaðssett vöru á netinu í dag og vakið heimasathygli. Hugarflug og úthald virðist það eina sem til þarf (utan þess að tækjabúnaður er nauðsynlegur.)

Allt sem til þarf er lyklaborð, örlítil hugdirfska og einlægni.

Hver er svo Melissa Molomo? Skiptir það öllu máli? Stúlkan gaf nýverið út sjálfshjálparbók. Á netinu. Upp á eigin spýtur. Þar sem hún mælir tungu hjartans. Og hún er með Instagram. Twitter. Facebook. Og Tumblr!

Skemmtileg stelpa. Hér fara sýnishorn úr sjálfshjálparbók Melissu sem birst hafa á Instagram:

 

 

 

SHARE