#Aldreiaftur

Í dag á alþjóðlegum baráttudegi kvenna fór af stað herferð kvenna sem orðið hafa fyrir ofbeldi á heimili í æsku eða nánum samböndum. Undanfarna mánuði hefur þessi facebook hópur farið stækkandi og fjölmargar konur deilt sögum sínum. Þessar sögur eru svo keimlíkar margar að það er sláandi. Þær finna fyrir því að þær eru ekki einar í þessu og eru tilbúnar til að láta í sér heyra á samfélagsmiðlum.
Kolbrún Dögg Arnardóttir stofnaði þennan #metoo hóp fyrir 2 mánuðum. Tilgangurinn er að konur geti þarna tjáð sig í skjóli nafnleyndar, deilt sögum sínum, þegið ráð og stuðning annarra í sömu sporum. Stelpurnar sem hrintu af stað gulu og appelsínugulu herferðinni 2015 til að vekja athygli á kynferðisofbeldi lögðu til þessar myndir líka.

Þær sem eru með fjólubláa mynd eru að segja, „ég hef orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu”.

 

Bleika myndin stendur fyrir „ég þekki einhvern sem hefur orðið fyrir ofbeldi í nánu sambandi og/eða innan fjölskyldu. Ég er hér fyrir þolendur ofbeldis”.
Tvískiptu myndirnar standa fyrir báða litina. Kolbrún segir að aldrei aftur sé mikilvæg setning fyrir þessar konur.

 

#Aldreiaftur

Rúna Guðmundsdóttir kom með hugmyndina að #Aldreiaftur, þau orð hljóma í höfðum okkar allra.

SHARE