Loksins! Vogue kynnti í gær með stolti sérhannaða línu Alexander Wang fyrir H & M sem tískuþyrstir hafa beðið með óþreyju allar götur frá í apríl á þessu ári, en þá tilkynnti Wang samstarf sitt við fatakeðjuna meðan á tónlistarhátiðinni Coachella stóð.
Allt sem hugurinn girnist og línan er sportleg, inniheldur allt frá þykkum kaðlapeysum til marglitra leggings, leðurbuxna og hlýrra herðasláa. Sjálf línan verður fáanleg í verslunum H & M um allan heim frá og með 6 nóvember nk.
Á vefsíðu H & M er hægt að panta af netinu ef þú ert svo heppin að eiga ættingja eða vini erlendis sem hægt er að senda varninginn til. Nema að þú sért á leiðinni út sjálf auðvitað.
Fylgihlutir línunnar eru fjölbreytilegir og einmitt það sem ætla mætti af Wang; boxhanskar og hefðbundnir hanskar, glæstar hliðartöskur og freistandi, dúnmjúkar húfur með nafni WANG.
Haldið ykkur fast, svona lítur línan út í heild sinni:
Klara Egilson er íslenskur blaðamaður búsettur í Osló. Hún hefur gengt ritstörfum frá unga aldri og gaf út sína fyrstu smásögu sex ára að aldri: “Kartaflan sem fann alltaf vitlausa lykt” en hefur skrifað allar götur síðan og er ekki ókunn íslenskum fjölmiðlum. Hún er elsk á orð, fagra muni og umfram allt; fjölbreytileika mannlífsins. Klara gegnir í dag stöðu aðstoðarritstjóra HÚN.IS og tekur á ýmsu í umfjöllunum sínum.