Álft álpaðist út á flugbraut á Heathrow í London

Það fór allt í uppnám á flugvellinum Heathrow í London á dögunum þegar föngulegur svanur villtist inn á flugbrautina. Var allt flug stöðvað í kjölfarið og yfir tuttugu flugvélum gert að bíða á meðan á fjaðrafokinu stóð.

Gæslumenn flugvallarins fengu hið skemmtilega verkefni í hendurnar að koma svaninum í burtu, sem reyndist hægara sagt en gert.

Á meðan fylgdist hálfur flugvöllurinn með, í hláturskasti, út um gluggann.

Það er þó gott að sjá að virðing sé borin fyrir lífi dýranna.

SHARE