Alicia Keys kemur allsstaðar fram án farða núna og hefur fengið mikið lof fyrir, en svo koma alltaf upp neikvæðar raddir líka. Þeir sem hafa sett út á þetta hjá söngkonunni vilja meina að Alicia sé „á móti“ förðunarvörum en Alicia hefur svarað því. Hún birti mynd af sér þar sem hún gefur fingurkoss og skrifar við hana:  „Þið öll, þó ég kjósi að nota ekki farða þýðir það ekki að ég sé á móti förðunarvörum.“

 

Sjá einnig: Miley, Alicia, Adam og Blake sameinast í söng

Þegar Alicia tók ákvörðun um að hætta að farða sig, sagði hún meðal annars þetta: „Ég hafði áhyggjur í hvert skipti sem ég fór út úr húsi án farða. Hvað ef einhver vildi fá mynd af sér með mér? Hvað ef viðkomandi myndi svo BIRTA myndina einhversstaðar?“ Hún segist hafa fundið frelsi eftir að hún hætti að spá svona mikið í þessu

 

SHARE