Allar konur á aldrinum 20-69 ára eiga að fara í krabbameinsskoðun á tveggja ára fresti!

Guðrún Hólmfríður Ólafsdóttir, 26 ára greindist með Leghálskrabbamein í Janúar á þessu ári. Guðrún sagði í viðtali við Lífið að hún vildi koma þeim skilaboðum áfram til ungra kvenna að fara í reglulega í krabbameinsskoðun.

Leghálskrabbamein er annað algengasta krabbamein hjá konum í heiminum 
Guðrún talar um að það séu alltof margar ungar konur sem hafa aldrei farið í krabbameinsskoðun og það er því miður staðreynd að oft á tíðum drögum við þetta alltof lengi.

Leghálskrabbamein er annað algengasta krabbamein hjá konum í heiminum. Tíðni þess hefur þó lækkað töluvert á Íslandi og ástæða þess er sú að íslenskum konum hefur boðist að taka þátt í skipulegðri krabbameinsleit frá árinu 1964.

ATH. Allar konur á aldrinum 20-69 ára eiga að fara í skoðun á tveggja ára fresti að MINNSTA KOSTI.
Það hefur þó því miður komið í ljós að undanfarin ár hefur leghálskrabbamein verið að greinast sem  lengra er gengið og á það rætur að rekja til þess að konurnar koma óreglulegar eða sjaldnar til leitar. Allar konur á aldrinum 20-69 ára eru boðaðar í leit á tveggja ára fresti á vegum Leitarstöðvar Krabbameinsfélagsins.

Unnt að greina leghálskrabbamein á forstigi
Með frumustroki frá leghálsi er unnt að greina leghálskrabbamein á forstigi eða algjöru byrjunarstigi (huinstigi). Því er afar mikilvægt að fara í skoðun á tveggja ára fresti, samkvæmt Krabbameinsfélags Íslands.

Guðrún, sem þarf að fara í aðgerð í Noregi segir í samtali sínu við Lífið á Vísir.is að hún hafi ekki fundið fyrir neinum einkennum og því hefði hún hugsanlega komist að þessu alltof seint ef hún hefði ekki farið í tjékk. Batahorfur Guðrúnar eru góðar og við óskum hennar velgengni í aðgerðinni sem fer fram í Osló.

Höldum áfram að minnka dánartíðni leghálskrabbamein með því að vera duglegar að fara í skoðun. Drögum það ekki á langinn, þetta er ekki það skemmtilegasta sem við gerum en ég er alveg viss um að það er mun leiðinlegra að fá leghálskrabbamein á lokastigi!

Deilum boðskapnum áfram

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here