Vá! það eru svo margir fallegir litir og tónar allt í kringum okkur þessa dagana. Eldgeislar sólar sjást fram eftir nóttu í mismunandi litum og endurspeglast í öllu kringum okkur. Ótrúlegt hvað maður getur setið lengi við brimið og horft í átt að sjóndeildarhringnum til þess að dást að sólarlaginu og þér dettur ekki í hug að klukkan er kannski orðin 2-3-4-5-6 um nótt eða morgun.. Tíminn einfaldlega frýs og verður tímalaus.. Þessi árstími er án efa uppáhalds tíminn minn enda er ég mikið sumarbarn og fæddist á lengsta degi ársins á Sumarsólstöðum.

IMG_0377

Við fjölskyldan kíktum uppí sumarbústað um helgina rétt hjá Laugarvatni í blíðskaparveðri. Um miðnætti sátum við útá palli og sáust ennþá rauðglóandi-appelsínugullitaðir geislar sólarinnar enda var þetta nokkra daga eftir sumarsólstöður. Ég leit upp til himins og mætti þessi risastóri heili regnbogi alveg yfir allan himininn! Ég hef aldrei séð jafn stóran, fallegan, og heilan regnboga. Hann var nánast alveg yfir sumarbústaðnum og þegar ég leit aftur fyrir mig var þessi bleik-appelsínugyllti himinn. Vá! talandi um náttúrufegurð og að verða inspired.

IMG_0360

Á sama tíma eða þann 26.júní síðastliðinn, samþykkti hæstiréttur BNA að hjónabönd samkynhneigðra yrðu lögleidd í öllum fylkjum BNA og þar með að allir eru jafnir eins og það á auðvitað að vera og vonandi fara hin löndin að fylgja eftir. Dásamlegt að opna Facebook og sjá stuðninginn hjá fólki með sínar regnbogaforsíðumyndir. Það er oft gott að einblína ekki alltaf á það vonda sem er að gerast í heiminum heldur líka það góða.

er

Eftir þessa yndislegu helgi mætti ég til vinnu og byrjaði að farða mig skref fyrir skref á snapchatinu mínu “tara_makeupart” eins og ég geri oft og endaði ég á þessari regnbogaförðun minni. Við erum öll mismunandi eins og litir regnbogans. Leyfum öllum að vera nákvæmlega eins æðislegir eins og þeir eru. Það væri svo hundleiðinlegt ef við værum öll alveg eins og pæliði í því ef regnboginn hefði bara einn lit. boooring…

Til hamingju elskurnar!

 

SHARE