Allur ágóði af uppskriftarbók fer til langveikra barna

Loksins Loksins…… Rögguréttir 2 er í prentun og er væntanleg sjóðheit úr prentsmiðjunni á næstu dögum.

Við hjá hun.is höfum verið að birta uppskriftir úr Rögguréttum 1 við miklar vinsældir lesenda og margur lesandi hvatt Röggu til að gefa út bók nr 2.

Nú hefur hún látið verða að því og hefur sama háttinn á og við útgáfu fyrri bókarinnar.

ALLUR ÁGÓÐI RENNUR TIL UMHYGGJU FÉLAGS LANGVEIKRA BARNA:

Við erum stoltar af því að taka þátt í þessu góðgerðaverkefni og nokkrar af okkar vinsælustu uppskriftum birtast í Rögguréttum 2.

Kveikjum nú á kærleiksorkunni og látum góðgerðaverkefni stækka jólaandann.

Þeir sem vilja tryggja sér eintak í forsölu mega greiða inn á reikning 0331-26-003260, kt. 671118-0730 og senda kvittun á roggurettir@gmail.com.
Bókin kostar 2.500,- og ef fólk vill fá hana senda kostar það 300,- fyrir bókina (2.800,- alls) og senda svo heimilisfangið á roggurettir@gmail.com.
Hægt er að nálgast bókina á skrifstofu ÍAV á Höfðabakka 9, og fyrir þá sem þekkja okkur persónulega sem koma að verkefninu, má alltaf nálgast bókina hjá okkur.

Þegar bókin kemur úr prentun verður hún líka til sölu í Hafinu, fiskverslun, bæði í Spönginni og í Hlíðasmára.

Það er því gríðarleg spenna hjá okkur að taka á móti bókinni úr prentun og byrja að safna pening til styrktar Umhyggju, félagi langveikra barna.

Ragga vill jafnframt koma þökkum til allra sem styrktu verkefnið.

Sjá má allt um verkefnið á facebook síðunni Rögguréttir

SHARE