Alvöru Brownies – Uppskrift

Þetta eru mögulega bestu brownies sem ég hef smakkað en ég fékk uppskriftina frá einum úr kokkalandsliðinu. Þær eru sjúklega góðar og það ættu allir að geta notið þeirra.

Þú þarft:

120g Smjör
45g Kakó
60g  70% Dökkt súkkulaði
2 Egg
150g Sykur
60g Hveiti
120g Súkkulaðidropa eða niðurskorið suðusúkkulaði

Aðferð:

Bræðið súkkulaðið og smjörið saman í örbylgjunni, kíkið á blönduna og hrærið í á 30-60 sekúndna fresti svo súkkulaðið brenni ekki. Næst eru egg og sykur þeytt saman þar til eggjablandan verður ljós og létt. Súkkulaði og smjör blöndunni er bætt út við í einni mjórri bunu og blandan hrærð lét á meðan. Hveitið og kakó sigtað saman og bætt út í ásamt súkkulaðidropunum/niðurkorna suðusúkkulaðinu sigtið.

Deigið er sett í stíft muffin form, best er að nota sílikon formin og bökuð við 180° C í 10 – 15 mínútur, það fer eftir stærð formanna og krafti ofnsins

Best er að bera þær fram volgar með ís eða rjóma.

Súkkulaði skraut með ís

Þú þarft:

Súkkulaði, dökkt eða suðu
bökunarpappír
skæri
skál
sykur

Bræddu dökkt súkkulaði eða suðusúkkulaði í örbylgjuofninum. Enn og aftur það er mikilvægt að brenna ekki súkkulaðið því er best að kíkja reglulega á það og hræra í. Botnfylli af sykri sett á disk eða í skál og bökunarpappír útbúin sem kramhús. Best er að klippa neðst af kramhúsinu svo skrautið verði fallegra. Brædda súkkulaðið er sett í kramhúsið og sprautað á sykurinn. Leikið ykkur endilega með form, prófið að gera þvers og kruss, hjarta, stjörnur og allt sem ykkur dettur í hug.

Skrautið er svo látið standa þar til það það hefur storknað.

Að vinna með súkkulaði getur orðið dálítið subbulegt og því er gott að hafa hreina borðtusku sér við hönd.

SHARE