Það má með sanni segja að Nicole Delien er þreytt á því að sofa. Hún er bara 17 ára gömul og þjáist af Kleine-Levin heilkenni, eða Þyrnirósarheilkenni, eins og það er stundum kallað, en það er mjög sjaldgæft. Heilkennið lætur hana sofa í 18- 19 klukkustundir á sólarhring og þegar hún vaknar er hún oft svo útúr heiminum að það er eins og hún sé að ganga í svefni og man ekki eftir því að hafa gert venjulega hluti eins og að borða.

Nicole hefur meira að segja einu sinni sofið yfir öll jólin og vaknaði ekki til að opna gjafirnar sínar fyrr en í janúar. Móðir Nicole segir að stúlka hafi aldrei getað vanist þessu og henni þyki þetta skiljanlega mjög leiðinlegt og hún sé að missa af svo mörgu.

Á heimasíðu Kleine-Levin samtakanna segir að þeir sem þjást af þessu verði haldnir mikilli þreytu og sofi mestallan daginn og nóttina og vakni aðeins til að fara á salernið eða til að borða.

 

Smellið á myndbandið hér að neðan til að sjá meira um Nicole Delien

SHARE