Amber Heard og Johnny Depp búin að ná sáttum

Amber Heard hefur dregið til baka kæru sína á hendur Johnny Depp vegna heimilisofbeldis en hún fór fram á nálgunarbann á leikarann.

Þau hafa náð samkomulagi og Johnny mun borga Amber 8 milljónir dollara, fyrir að falla frá kærunni og er samkomulag um að hún geti ekki tekið málið upp aftur.

Sjá einnig: Ný gögn í máli Johnny Depp og Amber Heard

Amber og Johnny gáfu út sameiginlega tilkynningu þar sem segir: „Samband okkar var mjög ástríðufullt og oft á tíðum stormasamt en alltaf var það ástin sem hélt okkur saman. Það var aldrei meiningin að beita andlegu eða líkamlegu ofbeldi.“

Tilkynningin endaði á orðunum: „Amber óskar Johnny alls hins besta í framtíðinni og ætlar að gefa hluta af peningunum sem hún fær frá Johnny, til góðgerðamála.“

 

SHARE