Amber Heard verður með 7 vitni gegn Johnny

Amber Heard (30) mun koma með 7 vitni fyrir rétt, ef skilnaður hennar og Johnny Depp (53) gengur það langt að fara fyrir rétt. Amber mun einnig koma með ljósmyndir, upptökur og læknaskýrslur sem henni þykir sanna að hún hafi verið beitt ofbeldi af Johnny.

Sjá einnig: Breytti flúrinu sem tileinkað var Amber Heard

Amber mun fá vini sína Elizabeth Marz, Raquel Pennington og unnusta hennar, Joshua Drew. Þau eiga að hafa verið viðstödd atvikið þann 21. maí, þegar Johnny á að hafa ráðist á Amber.

Johnny verður einnig með fjölda vitna en hann verður með um það bil 12 vitni og hann verður líka með áður óséðar ljósmyndir sem þykja sanna sakleysi hans.

 

SHARE