American Idol keppandi varð fyrir flutningabíl

Það muna eflaust margir eftir John Stevens (24) sem varð algjör stjarna í þriðju þáttaröð American Idol.

John lenti fyrir vöruflutningabíl þegar hann fór út að hlaupa og höfuðkúpubrotnaði, er heyrnarlaus á öðru eyra og handleggsbrotinn.

Hann skrifaði á Facebook:

„Takk öll sem hafið hringt, sent mér sms og skilaboð. Það er vel hugsað um mig á Mass General og þau hafa gert allt fyrir mig. Foreldrar mínir sóttu mig og ég fer til Buffalo í tvær vikur á meðan ég er að jafna mig en ég er óvinnufær. Takk fyrir allar kveðjurnar og bænirnar. Ég met það mikils.“

John hefur lifað á tónlistinni síðan hann var í American Idol en nýverið hefur hann sungið í Boston Swing Orchestra. Það er vonandi að heyrnin komi aftur en hún skiptir auðvitað miklu máli hjá tónlistarmönnum.

 

SHARE