Amy Winehouse reyndi að svipta sig lífi aðeins 10 ára gömul segir Mitch Winehouse, faðir Amy, í nýrri bók sem gefin hefur verið út þar sem farið er yfir samband hans og dóttur sinnar sem lést á heimili sínu í júlí 2010.
Amy mun hafa reynt að fyrirfara sér innan við ári eftir að Mitch fór frá móður Amy, Janis, fyrir aðra konu. Eftir skilnaðinn átti Amy mjög erfitt og segir vinur hennar að hún hafi gengið í gegnum mikinn sársauka í kjölfarið sem hafi fylgt henni alla tíð.
Í bókinni segir líka að hún hafi fyrst reykt gras 10 ára og frá því hafi leiðin bara verið niður á við en fyrsta ástarsamband hennar var með yfirmanni hennar og hún stundaði kynlíf með honum á salerni vinnustaðarins.
Amy fannst hún sjálf alltaf vera ófríð samkvæmt þeim sem þekktu hana og hún hafði mjög lágt sjálfsmat og leið alltaf eins og hún væri ekki nógu góð. Einnig gerði hún mikið af því að skera sjálfa sig á handleggjum með rakvélablöðum og glerbrotum.
Amy lést svo aðeins 27 ára eftir marga ára neyslu harðra efna. Bókin sem heitir The Untold Story er komin í sölu í Bretlandi.