Ananas fromage er kjörin eftirréttur um hátíðarnar.
Ananas Fromage
½ l þeyttur rjómi
7 blöð matarlím
½ dós ananas
½ stk sítróna
100 gr sykur
4 stk egg
Safi úr ananas og sítrónu og matarlím er hitað og svo látið kólna alveg niður.
Sykur og egg er þeytt vel saman þangað til það er orðið stíft. Hrærið svo ananas- og sítrónublöndunni varlega saman við með sleif. Setjið í skál eða ílát sem þið viljið hafa þetta í og geymið í kæli þangað til það er borið fram. Athugið að margir kjósa að hafa smá ananasbita í fromage-num og þá bætið þið því bara útí blönduna áður en þið setjið þetta í kæli.
Einnig er hægt að búa til fromage með öðrum ávöxtum.

Kidda Svarfdal er ritstjóri og eigandi Hún.is en hún er frá Djúpavík á Ströndum. Hún fór á bát og snjósleða í skólann þegar hún var lítil og var í heimavist í Finnbogastaðaskóla. Hún hefur haft gaman að krossgátum og íslensku frá unga aldri og hefur skrifað ljóð, sögur, pistla og fleira. Ásamt því að skrifa á Hún.is er Kidda, ásamt fjölskyldu sinni, mikið í Djúpavík þar sem fjölskyldan er með ferðaþjónustu.