Andlegt ofbeldi – Er brjálæðingur í þínu húsi?

Hefur þú einhvern tíma lent í brjálæðingi? Ekki þessum sem fellur undir þessa venjulegu mynd af brjálæðingi, heldur manneskju sem lítur út fyrir að vera venjuleg manneskja, sem lætur eins og þú, traust og saklaus, en þrá ekkert heitar en að sjá venjulegt fólk bugast undan stjórnunaráráttu þeirra.

Hver sem er getur haft þessa eiginleika í kringum þig, fjölskyldumeðlimir, vinir eða maki. Þau taka það sem þau vilja frá öðrum með því að nota vandlega gerða sögu af lygum í sambland við heillandi framkomu.

Hér eru nokkrar setningar sem þú gætir heyrt frá slíkum brjálæðingi.

Unhappy young couple having an argument

Sjá einnig: 7 merki um andlegt ofbeldi í sambandi

Þú spáir of mikið í hlutunum

Þó að þú rýnir stundum of lengi í hlutina, munt þú þekkja slíka manneskju þegar þú skoðar hlutina of vel og áttar þig svo á því að þú hefur rétt fyrir þér. Þeim finnst gott að gera litla hluti sem ýta þér smátt og smátt að brúninni og láta þér líða eins og þú sért með ofsóknarbrjálæði. Þá ferð þú að efast um tilætlanir þeirra og færð ásakanir um að vera ýtin/n og um að gera allt of mikið úr aðstæðunum.

Að láta þig efast um innsæi þitt er þeirra skref í þeirra plani um að láta þér líða eins og þú ert geðveik/ur.

Mér líkar ekki við dramatík

Þar sem slíkar manneskjur eru sjúklegir lygarar, framhjáhaldarar og sjálfsköpuð fórnarlömb, hafa þau meiri dramatík í kringum sig en nokkur annar og munu segja við þig að þau þola ekki drama.

Þau nota hatursyfirlýsingu sína til að láta öðrum líða illa fyrir að skapa drama yfir þeirra eigin gjörðum.

Sjá einnig: 5 merki um að þú búir við andlegt ofbeldi

Þú ert bara að vera viðkvæm/ur

Þetta segja oft þær manneskjur sem ýta á takkana þína þar til þú ert komin/n fram á brúnina, móðga þig, gera lítið út þér og gagnrýna þig, þar til þú getur loksins fundið hugrekkið til að láta í þér heyra.

Þau elska að fara inn á tilfinningar annarra, sérstaklega þær slæmu, þar til þú, sem ert vanalega róleg manneskja, ert farin að rífa í hárið á þér og reyna að átta þig á því hvað í ósköpunum er að gerast.

Þú misskildir það sem ég sagði

Þau elska að segja eða gera eitthvað sem kveikir neikvæðar tilfinningar hjá þér, en kenna þér svo um að hafa misskilið eða mistúlkað það sem þau sögðu eða gerðu.

Ekki efast um sjálfa/n þig, því þú skildir nákvæmlega allt rétt sem var sagt og gert og þau eru að reyna að hylma yfir skítinn sinn með því að láta þér líða eins og þú ert að missa vitið.

Þú ert bara með afbrýðisemi, geðveiki, klikkun eða ástfangin/n af mér

Slíkir brjálæðingar bregða á það ráð að kalla þig öllum illum nöfnum þegar spilaborg þeirra úr lygum er að byrja að hrynja undan þeim. Þeim finnst allir aðrir vera klikkaðir, afbrýðisamir, geðveikir, nema þau og réttlæta þar með hegðun sína.

Þau nota sama fólkið og þau töluðu illa um til þess að skapa uppnám í hópi af fólki.

Sjá einnig: 7 augljós merki um að það sé verið að ljúga að þér

Ef þú ert í einhverjum af þessum aðstæðum, skaltu koma þér úr lyganeti þeirra áður en þú missir vitið. Það er aldrei réttlætanlegt að dimma ljós manneskju, sem svona manneskjur þykjast elska. Finndu kraftinn og stattu með þér á móti brjálæðingnum, því þegar þú horfir til baka, munt þú ekki sjá eftir því.

Við skulum hafa það í huga að þrátt fyrir að meira hafi borið á stjórnunaráráttu frá karlmönnum, geta konur einnig fallið undir sama hatt brjálæðingsins. Svona aðstæður flokkast undir andlegt ofbeldi og á aldrei að eiga sér stað.

SHARE