Andlit ofbeldismannsins var það síðasta sem hún sá – Kærastinn blindaði hana

Tina Nash missti sjónina ung þegar kærasti hennar réðst á hana og stakk úr henni bæði augun í æðiskasti.  Hann var dæmdur til ævilangrar vistar á geðsjúkrahúsi og hún eignaðist nýjan kærasta. Nýlega réðst hann að henni heima hjá þeim og ógnaði henni með hníf. Hún segist hafa heyrt þegar hann tók hnífinn úr skúffunni og áttaði sig þá á hvað var á seyði. Nýi kærastinn hefur verið dæmdur til fangelsisvistar fyrir margendurteknar misþyrmingar á kærustunni.

Tina hefur verið mjög virk í samtökum sem berjast gegn heimilisofbeldi sem hún hefur meira en flestar konur orðið fyrir barðinu á. Fyrri kærastinn barði hana þar til hún missti meðvitund og þá stakk hann úr henni augun. .   

 Berst gegn heimilisofbeldi

Í bók sem hún skrifaði um þá hræðilegu reynslu að missa sjónina fyrir hendi kærastans segir hún, að þegar hún kynntist seinni kærastanum hafi hún þorað að vona að núna hefði hún fundið góðan og kærleiksríkan  félaga. Hún bað þó lögregluna að athuga hvort hann hefði nokkurn tíma verið kærður fyrir ofbeldi. Svo var ekki. Hann fór hins vegar fljótlega að drekka mikið og illa og varð ágengur og árásargjarn.  Aftur voru vonirnar að bregðast.    .

Um kvöldið þegar hann réðist á hana kom lögreglan óvænt og í tæka tíð til að bjarga henni. Ástæðan var sú að hann hafði verið að tala við mömmu sína og henni leist ekki á tóninn í honum og hringdi til lögrelgunnar og bað um að farið yrði að húsinu. Hún þekkti greinilega son sinn!

 Ástandið batnar aldrei, það versnar bara.

Í áðurnefndri bók segir þessi kona að hún sé orðin kvíðin, eigi erfitt með svefn og fái kvíðaköst. En hún vonar að saga hennar, sem hún hefur nú sagt geti hjálpað öðrum konum að átta sig nægilega snemma á ofbeldishneigð væntanlegs lífsförunautar til að forða sér í burtu. „Ástandið batnar aldrei, það versnar bara“, segir hún.

SHARE