Angelina Jolie er orðin rosalega þreytt á því að hafa alltaf verið gerð að „vonda gaurnum“ í gegnum skilnaðinn við Brad Pitt. Nú hefur RadarOnline fengið þær fréttir að hún ætli að létta á sér í sjónvarpsviðtali. Brad Pitt hlýtur að hafa smá áhyggjur af þessum fréttum ef þetta reynist rétt. 

„Í samningnum sem þau gerðu við skilnaðinn kom meðal annars fram að þau mættu ekki tala illa um hvort annað, en Angelina er nógu klár til að finna leið framhjá því,“ segir heimildarmaður RadarOnline. „Þau hata hvort annað af mikilli ástríðu og hún vill endilega koma sinni hlið í loftið, þó hún þurfi að gera það settlega.“

Heimildarmaðurinn telur að hún muni væntanlega tala um góðgerðarmál og stuðning við konur sem hafa verið í ofbeldissamböndum, einstæðar mæður og fleira sem hún getur notað til að skjóta á Brad.

SHARE