Angelina borðar lítið og sefur lítið

Angelina Jolie (43) er að brenna yfir, samkvæmt RadarOnline, og ástæðan er skilnaðurinn og forræðisdeilan sem hún á við sinn fyrrverandi, Brad Pitt (54).

Heimildarmaður sagði:

Staða Brad er sterkari nú en nokkru sinni og hún er ekki að höndla það vel. Stressið hefur tekið yfir og hún hefur verið að sleppa máltíðum og sofa lítið.

Við sögðum ykkur frá því á dögunum að Brad hefði unnið mikinn sigur í forræðisdeilunni á dögunum. Þær upplýsingar komu fram eftir að ákveðnum upplýsingum var lekið í fjölmiðla.

Talsmaður Angelina kom með yfirlýsingu í kjölfarið:

Frá byrjun hefur Angelina einbeitt sér að heilsu og velferð barnanna. Þess vegna var mikilvægt að réttarhöldin fengju að eiga sér stað án utanaðkomandi afskipta. Það er því til skammar að einhver, í sjálfselsku sinni, hafi lekið völdum upplýsingum til fjölmiðla. Þessar upplýsingar sköpuðu ranga og ósanngjarna mynd af því sem í raun var að gerast.

 

SHARE