Angelina Jolie lét taka af sér bæði brjóstin

Hin 37 ára gamla Angelina Jolie fór nýlega í aðgerð og lét fjarlægja bæði brjóst sín. Hún segir að samkvæmt erfðum séum 87% líkur á því að hún fái brjóstakrabbamein og 50% líkur á því að hún fái krabbamein í legið en móðir hennar lést úr krabbameini í legi árið 2007, 56 ára gömul.

Angelina segist svo hafa tekið þessa ákvörðun í kjölfar þess að börnin hennar spurðu hana hvort hún myndi líka deyja úr krabbameini eins og amma þeirra. Brad Pitt, eiginmaður hennar, var við hlið hennar allan tímann í aðgerðinni og nú eru bara 5% líkur á því að hún fái sjálf brjóstakrabbamein.

Angelina skrifaði sjálf um þessa ákvörðun sína í New York times til þess að deila reynslu sinni til annarra kvenna.

„Móðir mín barðist við krabbamein í nærri áratug og lést svo 56 ára gömul,“ segir hún „Ég reyndi að segja börnum mínum að þau þyrftu ekki að hafa áhyggjur en ég vissi samt að þetta er í genum mínum svo ég ákvað að taka í taumana fyrirfram og láta fjarlægja brjóstin.“

Angelina segist hafa byrjað á því að láta taka brjóstin því hættan var meiri á brjóstakrabbameini en leghálskrabbameini auk þess sem aðgerðin er minni heldur en að láta fjarlægja legið. Aðgerðin sjálf tekur yfirleitt um 8 tíma og þegar 9 vikur voru liðnar fékk Angelina sílikonpúða til þess að fylla upp í brjóstin aftur.

Greinin sem Angelina skrifaði er hér!

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here