Angelina Jolie og Stella McCartney með nýja barnafatalínu „Maleficent“

Angelina er að hefja samstarf við Stellu McCartney á nýrri barnafatalínu sem er hönnuð út frá nýjustu Disney myndinni „Maleficent“ þar sem Angelina leikur vondu nornina.  Angelina hefur alltaf verið mikil aðdáandi Disney samkvæmt hennar sögn við slúðurblöðin þar vestra, hún sá allar þær helstu á sínum barna árum ásamt móður sinni heitinni.  Stella hefur unnið áður með Disney, gerði skartgripalínu út frá Tim Burton´s myndinni „Alice in Wonderland“ og notaði „Bambi“ í fatalínu sinni árið 2009  Barnalínan verður bæði fyrir stelpur og stráka, allt frá síðum skikkjum, strigaskó á stráka ásamt skemmtilegum bolum á bæði kynin.

 

Hér má sjá stiklu úr myndinni sem er væntanleg í kvikmyndahús fljótlega.

 

 

SHARE