Grindarbotnsþjálfinn kGoal brátt á markað

Grindarbotnsæfingar eru ekki bara hagnýtar heldur konum nauðsynlegar; æfingakerfið sem styrkir grindarbotsnvöðvana sjálfa getur hindrað þvagleka seinna á ævinni, veitt konunni aukinn kynferðislegan unað og jafnvel dregið úr bakverkjum. 

Vissulega er hægt að þjálfa grindarbotninn í hljóði, án vitundar annarra – einsömul eða í fjölmenni – því æfingakerfið er svo einfalt í sjálfu sér. Nú er hins vegar loks að vænta breytinga, þar sem prótótýpa gagnvirka æfingakerfisins kGoal hefur litið dagsins ljós og fjáröflun stendur yfir til að hrinda bráðsniðugu apparati á markað.

Tækið, sem samanstendur af litlu appi eða notendaviðbót fyrir farsíma og handhægri pumpu (mælitæki) sem sett er upp í leggöng konunnar og mælir á einfaldan máta gegnum farsímaviðbótina, hversu oft konan hefur framkvæmt æfinguna og lætur einnig vita hvenær ætti að spenna vöðvana aftur.

Minna Life, hönnuðurinn sem stendur að baki kGoal segir hér í kynningarmyndbandinu sem sjá má að neðan að gagnvirkt æfingakerfið sem er sérhannað fyrir grindarbotnsæfingar þjóni í raun hlutverki „einkaþjálfara, iðjuþjálfa og mælitækis” í einu og sama tækinu.

Eins og stendur er tækið góða – kGoal kerfið – ekki fáanlegt á almennum markaði en Kickstarter fjáröflunarsíða sem sett var upp til að styðja við þá hugmynd að koma kGoal í hendur neytenda, hefur nú þegar aflað verkefninu 225.000 dollara fjárhæð, sem gerir vel rúmar 26.000.000 íslenskar krónur.

Upprunalega var Kickraiser markmiðið sett upp með 90.000 dollara markmið – eða rúmlega 10 milljón króna mark og er því augljóst að konur mega reikna með að kGoal komi á markað áður en langt um líður. Hér má sjá nokkuð fróðlegt kynningarmyndband um tækið sjálft en Kickstarter síðuna, sem inniheldur nánari upplýsingar um gagnvirka grindarbotnsþjálfann má nálgast HÉR

 

SHARE