Svo þú ert á leið í sumarfrí og missir af ræktinni. Það er líka búið að finna upp app fyrir þannig aðstæður. Allt sem þú þarft er smartsími, aðgangur að netinu og bingó. Komin í gang. 

Til er gnægð af öppum (farsíma-viðbótum) sem eru alveg frábærir ferðafélagar og ómissandi í raun, líka þegar sumarfríi lýkur og enginn tími gefst fyrir ræktina. Hér fara sex lítil öpp sem eru þeim töfrum gædd að kunna að halda fólki í formi:

 

 

power20

1. Power 20:

Hnitmiðað, einfalt og beinskeytt. Sprengikerfi sem inniheldur 20 mínútna æfingaplan fyrir alla vöðvahópa og einblínir á styrktarþjálfun, jafnvægi og vöðvastyrk. Þú flýgur í gegnum æfingakerfið án þess að þurfa að hafa nokkurn búnað við höndina. Og ef þér leiðist að endurtaka sömu æfingarnar á hverjum degi – þá geturðu einfaldlega uppfært þessa litlu elsku fyrir nokkrar krónur og sótt þér Pro útgáfuna. Þú getur meira að segja rennt í gegnum allar æfingarnar á ströndinni, með handklæðið eitt að vopni.

Appið er HÊR

spring

2. Spring:

Hlauptu. Dansaðu. Gakktu. Hjólaðu. Sippaðu. Tverkaðu. Allt telur þegar þetta litla app er annars vegar. Smelltu bara áætlun inn og appið áætlar sjálfkrafa skrefafjölda hverrar mínútu. Ef þér finnst talan vera of há eða lág á þinn persónulega mælikvarða, gerðu þá bara Rhythm Analysis til að meta líklegasta skrefafjöldann. Þegar niðurstaða er fengin, ýttu á bara á GO og Spring appið reiknar út tímann, vegalengdina, brennslu – sem gerir hreyfinguna enn skemmtilegri.

 

Appið er HÊR

 

 

yoga studio

3. Yoga Studio:

Þetta app kostar nokkrar krónur en er vel þess virði: Það inniheldur keyrslur af raunverulegum jógatímum. Smellpassar að öllum getustigum og þú getur keyrt í gegnum 15, 30 eða 60 mínútna kerfi sem geta haldið þér í fullkomnu jafnvægi á sömu stundu og þú styrkir tengslin við náttúruna. Þess utan getur appið haldið utan um öll þau æfingakerfi sem þú hefur þegar rennt í gegnum og skrásetur hvaða æfingakerfum þú hefur lokið og hvenær.

Appið er HÊR

 

 

map2

4. Map My Hike GPS Hiking:

Auðvelt í notkun og hámarkar afköstin í hjólreiðatúrnum. Skráðu einfaldlega niður kílómetramarkið og Route Genius sér um rest, með því að reikna út fjölda leiða að markmiðinu sjálfu. Þegar þú ert búin/n að velja áfangastaðinn, skráir appið niður alla möguleika (tíma, fjarlægð, hraða og erfiðleikastig). Appið reiknar líka út vænlega brennslu meðan á hjólreiðatúrnum stendur og ef þú uppfærir í PRO útgáfuna, er hægt að gera vinum og ættingjum viðvart um ferðir þínar og árangurinn sem þú hefur náð á ferðalaginu sjálfu.

Appið er HÉR

 

 

screens

 

5. Water Minder

Þetta er frábært app sem heldur utan um vatnsdrykkjuna! Á löngum ferðalögum eru allar líkur á því að þú drekkir ekki nógu mikið vatn, En það er einmitt hængur málsins; þú verður að drekka vatn til að næra líkamann. Þú eyðir jafnvel löngum stundum úti í sólinni, gleymir að fá þér vatn á meðan og allt í einu er orkan á þrotum. Þetta krúttlega og fyndna litla app minnir þig á vatnsdrykkjuna – að njóta lífsins elexír til fulls.

Appið er HÉR

SHARE