Appelsínuhúð – Sannleikurinn

Þar sem ég hef prufað allskonar hluti í þeirri von að ég losni að eilífu við appelsínuhúðina, tel ég mig hæfa til að segja ykkur aðeins frá.

Fyrst ætla ég að byrja á þeim meðferðar aðferðum sem ég hef prufað.
Trimform, galvanic spa, krem, skrúbba, svampa.
Einnig hef ég verið mikill fíkill í pepsi max (diet drykki) en ég kem að því á eftir.

Sumir munu segja þér að appelsínuhúð stafi bara útaf fitu, þú sért einfaldlega og feit/ur.
Þótt að fitan komi við máli þá er þetta ekki allur sannleikurinn. Sannleikurinn er sá að appelsínu húð er ástand sem hefur áhrif á útlit húðarinnar á þeim svæðum sem umlykur fitu hlekki, sem gefur húðinni þetta hrukkótta útlit sem flestar konur þola ekki.
Fitan sjálf er ekki slæm, fitan getur gert okkur fallegar, t.d. í andlitinu, það er fitan sem er ástæðan fyrir fallegum kinnum og gerir okkur unglegri.

Allir geta fengið appelsínuhúð, jafnvel grennstu konur heims.
Ókei, slæmu fréttirnar fyrst, þú getur gert allt sem þú í valdi þínu hefur, en samt ekki losnað við appelsínuhúðina. Það gæti tengst hormónum og ættgengi.
EN með hreinu matarræði og hreyfingu ættiru að geta haldið því niðri.

Nú kem ég að diet drykkja umræðunni, ég drakk slatta af þessu þegar ég var að reyna að grenna mig og skildi ekki af hverju ég fékk allt í einu appelsínuhúð.
Svo eftir einhverja mánuði tók ég pepsi max út, og viti menn, eins og þið getið séð á Valkyrjunni (fb síðunni minni) þá er munurinn á 3 vikum hreint út sagt ÓTRÚLEGUR.
Ég breytti engu öðru á þessum tíma.

LAUSNIN: með hreinu matarræði og hreyfingu mundu minnka fitulagið undir húðinni, þannig gerirðu appelsínuhúðina minna sjáanlega.
Það þýðir, að drekka vel af vatni og ekki reykja heldur.
Hreyfingin hjálpar húðinni á allskonar vegu, bætir blóðfæði og hjálpar að tóna vöðvana og slétta þá undir appelsínuhúðar svæðinu. Einnig hjálpar hreyfingin við að losa okkur við toxic efni úr líkamanum þegar við svitnum, sem gætu hafa setið eftir með fitunni.

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here