Aretha Franklin kann að vera komin til ára sinna, en gamla sálardrottningin sýndi og sannaði svo um munaði að hún hefur engu gleymt þó elli kerling hafi sett sitt mark á hana. Hún sveif léttstíg að hljóðnemanum og reif nær þakið af húsinu í myndveri The Ed Sullivan Theater fyrr í þessari viku með raddstyrk sínum, sjálfsöruggri framkomu og dúndurmelódískum flutningi á smelli Adele; Rolling In The Deep.

Það var sem enginn endir ætlaði að verða á fagnaðarlátum gesta í myndveri, en Aretha var gestur David Letterman og þá er aðeins einni spurningu ósvarað; ætli þær Adele og Aretha eigi eftir að sameina krafta sína í hljóðveri áður en langt um líður?

 

SHARE