Arne og Carlos á Íslandi – Prjóna frumlegt og skemmtilegt jólaskraut

 

Arne Nerjordet, frá Noregi og Carlos Zachrison frá Svíþjóð eru á leiðinni til landsins. Þeir eru prjónasnillingar og eru að koma hingað til að kynna bókina sína Jólakúlur. Í bókinni er að finna uppskrift af jólakúlum og 55 mynstur og leiðbeiningar eru einfaldar og aðgengilegar en að sjálfsögðu eru mynstrin þeirra með Skandinavískum blæ.

Arne og Carlos hafa unnið með framleiðendum Dala garnsins og hafa alltaf leitast við að  vinna með virtum aðilum í prjónaheiminum og þá aðallega eldri konum sem hafa áratuga reynslu og þekkingu. Þeir nota þessar gömlu aðferðir og krydda þær upp með því að bæta inn í nýjum og nútímalegum aðferðum líka.

Bókin Jólakúlur hefur slegið í gegn víða um heim enda er jólastemningin og sköpunargleðin ríkjandi í henni og er hún frábær eign fyrir hvern þann sem hefur gaman að prjónaskap.

Arne og Carlos verða í A4, Smáratorgi,  í hádeginu á laugardag og ætla að kynna bókina sína þar, en þess má geta að garnið sem þeir nota í uppskriftum bókarinnar fæst í A4 og verður það allt á 20% afslætti aðeins þennan dag.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here