Ásgeir Trausti frátekinn!

Ásgeir Trausta kannast flestir við en hann hefur skotist hratt upp í tónlistinni hér á landi. Það þekkja flestir lagið “leyndarmál” með honum sem mikið hefur verið spilað á útvarpsstöðum landsins.

Margar stúlkur hafa líklega velt því fyrir sér hvort drengurinn sé frátekinn og fréttir herma að svo sé staðan. Ásgeir & fyrirsætan Tinna Rós Sigurðardóttir eru að hittast & það er ekki spurning að þau eru þrælmyndarlegt par.

Tinna var áður með fótboltamanninum Björgólfi Takefusa en upp úr því slitnaði. Tinna hefur unnið sem fyrirsæta og hún er líka í tónlistinni, en við höfum það eftir heimildum að hún syngi eins og engill.

Ásgeir fór á slóðir Kurt Cobain í Seattle á dögunum og færði Tinnu allskyns fallega hluti. Fallegt par sem er að gera góða hluti!


SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here