Ashton Kutcher hefur sótt um skilnað frá sinni fyrrverandi, hennar Demi Moore. Það má nú segja að mál sé til komið því þau skildu að borði og sæng fyrir ári síðan, en þau voru gift í 6 ár. Ástæðan fyrir skilnaðinum sem gefin var upp í skilnaðarpappírunum var óleysanlegur ágreiningur.

Núna er Ashton hinsvegar staddur í Cedar Rapids í Iowa sem er heimabær hans og er kærastan hans, hún Mila Kunis, stödd þar með honum. Þau munu ætla sér að dvelja þar yfir hátíðarnar.

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here