Ástkona Gordon Ramsey gefur út bók

Gordon Ramsey hefur gefið sig út fyrir að vera mikill fjölskyldumaður en nú hefur kona stigið fram sem segist hafa verið hjákona hans. Hún heitir Sarah Symonds og hefur ætlar sér að gefa út bók um samband sitt við Gordon. Hún segir meðal annars að þau hafi verið að hittast í 7 ár og að Gordon hafi verið annar maður þegar þau kynntust fyrst. „Hann var mjúkur, viðkvæmur og ástríkur maður í byrjun en svo fór frægðin að fara með hann,“ segir Sarah.

Hún segir að hann hafi viljað allskonar óvenjulega hluti í kynlífinu. Gordon hefur neitað því að hafa átt í sambandi við konuna.

Sarah segir að Gordon hafi sagt sér að eiginkona hans, Tana, hafi ekki verið nógu ævintýragjörn í kynlífinu og þess vegna hafi hann leitað á önnur mið. Hún segir að kokkurinn hafi verið svakalega vænisjúkur og hafi ekki treyst nokkrum manni.

SHARE