Ástsjúk kona sat föst í skorsteini barnsföður

Slökkviliðismenn vestanhafs eiga fullt í fangi með að brjóta aðgangsharðar konur úr skorsteinum – í bókstaflegri merkingu – þessa dagana. Þannig tók eina 23 slökkviliðsmenn til að brjóta múrhlaðinn skorstein utan af konu nokkurri í Kaliforníu nú um helgina – en sú hin sama ætlaði sér að troðast niður um skorsteininn og væntanlega niður í eldstæði á heimili barnsföður síns, sem hafði skömmu áður skellt útihurðinni á nefið á þeirri sömu.

Þetta mun í annað skiptið á skömmum tíma sem snakill kona í Kaliforníu treður sér niður um skorstein á húsi karlmanns sem skömmu áður hafði synjað henni – en ekki er um sömu konuna að ræða og atvikin eru óskyld með öllu.

.

10888819_10152998677384614_2516269015316449495_n

 .

Þó er það sami fréttamiðillinn – KTLA – sem greinir frá og segir jafnframt í frétt að konan, sem hefur ekki verið nafngreind í fjölmiðlum, sé 35 ára gömul og hafi reynt að troða sér inn í hús barnsföður síns, Tony Hernandez. Börn þeirra munu þrjú talsins, en Tony synjaði konunni að sögn og afklæddist konan því, stakk sér á kaf ofan í skorsteininn og hóf svo að öskra á hjálp þegar í ljós kom að hún sat föst.

.

10393677_10152998677539614_6029654791334700105_n

.

Atvikið átti sér stað klukkan fimm að nóttu, en eins og segir að ofan tók það 23 fílelfda slökkviliðsmenn talsverðan tíma að mola harðgeran skorsteininn utan af líkama konunnar sem slapp með minniháttar meiðsl.

.

10885464_10152998677664614_1105911538062294671_n

.

Enginn vafi leikur á því að skorsteinninn er gjörónýtur eftir bröltið og því mildi að ekki fór verr. Stærra áhyggjuefni mun þó hvort um nýtt trend sé að ræða og hvort vænta megi fleiri frétta af vergjörnum og æpandi konum sem fastar sitja í skorsteinum víðsvegar um Kaliforníu á nýju ári.

KTLA greindi frá

Tengdar fréttir:

Vergjörn ástkona sat föst í skorsteini á húsþaki fyrrum elskhuga

Ekki leggja fyrrverandi í einelti á Facebook!

Ógeðslegt: Eltihrellir húðflúraði nafn 13 ára stúlku á allan líkamann og skaut föður hennar

SHARE