Áttburamamman klæðir sig upp eins og Angelina Jolie – Myndir

Nayda Suleman sem hefur alltaf verið þekkt sem áttburamamman klæðir sig upp eins og Angelina Jolie í nýlegri myndatöku fyrir tímaritið InTouch. Talið er að þessi 14 barna móðir sé orðin blönk og þess vegna hafi hún ákveðið að taka þetta verkefni að sér.

Nadya segist hafa meira en nóg að gera: „Ég geri alveg fullt. Ég er kokkur, bílstjóri og barnapía. Ég eyði 200 dollurum á viku í matvörur, þvæ mikinn þvott á hverjum degi og þvottavélin er alltaf full af fötum.“

Nadya hefur alltaf talað um það opinskátt að henni finnist  hún líkjast Angelina Jolie: „Það segja margir að ég líkist henni og fyrir utan það þá dáist ég að Angelina. Hún bjargar börnum og ég skil það og við eigum báðar mörg börn.

octomom-13 octomom-11

 

 

SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here