Áttburamamman komin í meðferð!

Áttburamamman Nadya Suleman er komin í meðferð. Hún innritaði sig í meðferð á Chapman House Drug Rehabilitation Center í Suður Kaliforníu þar sem hún fær meðferð vegna kvíðalyfsins Xanax. Börnin hennar, 14, eru í pössun á meðan hjá barnfóstrum og tveimur vinum.

Fjölmiðlafulltrúi Nadya sagði þetta í yfirlýsingu:

Nadya hefur tekið Xanax sem læknirinn hennar skrifaði út fyrir hana til að meðhöndla kvíðann hennar en henni fannst hún þurfa meðferð til að hætta á lyfjunum. Hún verður í meðferð í 28 daga eða meira ef þess gerist þörf.
Nadya hefur verið mikið í fjölmiðlum að undanförnu og eitt af því sem upp hefur komið var að fyrrum barnfóstra hennar sakaði hana um að vanrækja börnin sín. Nadya heldur því fram að sú kona sem kom með þær ásakanir hafi verið með hana og börnin hennar á heilanum.
SHARE

LEAVE A REPLY

Please enter your comment!
Please enter your name here