Ávaxtakaka

Þessi dásemd er kanski ekki sú allra hollasta en hún er brjálæðislega góð!

Og já hún er úr safninu hennar Röggu mágkonu, hversu heppinn er ég með mágkonu!

 

Uppskrift:

1/2 bolli sykur

1 bolli hveiti

1 tsk matarsódi

1 egg

1/2 stór dós kokteilavextir

1/2 bolli kókosmjöl

1/2 bolli púðursykur

Aðferð:

Sykri, hveiti og matarsóda blandað saman. Eggi og kokteilávöxtum hrært saman við. Blöndunni hellt í eldfast mót eða djúpa ofnskúffu ef uppskrift er stækkuð. Kókosmjöli og púðursykri blandað vel saman og dreift yfir.

Bakað við 180 gráður í 20 mínútur.

Mjög einfalt að tvö eða þrefalda þessa og hún er sjúklega góð með ís!

SHARE